Biðin lengdist þótt færri kæmu á bráðamóttökuna

Jón Magnús Kristjánsson. Hann segir að minni ásókn hafi verið …
Jón Magnús Kristjánsson. Hann segir að minni ásókn hafi verið ákveðinn sigur í þungri stöðu bráðamóttökunnar en hlutverk viðbragðsteymisins var að tryggja bráðaþjónustu spítalans í sumar. „Ég tel að fjölmiðlaumfjöllun um stöðuna hafi hjálpað þar til.“

„Þrátt fyrir minni aðsókn sjáum við að bið eftir þjónustu lengist, fleiri liggja á göngunum og bíða lengur eftir innlögn á aðrar deildir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, sem leiðir viðbragðsteymi bráðaþjónustunnar sem heilbrigðisráðherra skipaði í júní, í viðtali í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. 

Þar kemur fram, að 30 færri hafi komið hvern dag í júní og júlí á bráðamóttöku Landspítala. Ætlar spítalinn að takmarka fjölda þeirra sem liggja á göngunum við 15.

Jón segir í viðtalinu, að 900 færri hafi komið á bráðamóttöku Landspítala bæði í júní og í júlí miðað við maí í ár og sumarmánuðina í fyrra. Hann segir að ekki sjáist merki þess að aðsókn hafi aukist annars staðar í kerfinu á sama tíma. Eitt af úrræðum sumarsins hafi verið að ráða 6 erlenda lækna til starfa, tvo til lengri tíma.

Fráflæði sjúklinga inn á aðrar deildir enn rót vandans

Jón bendir á að biðin sé nú orðin sambærileg við það sem var fyrir COVID. „Meðalbiðtími þeirra sem lögðust inn á aðra deild var 23,5 klukkustundir í júlí.“ Samkvæmt tölum spítalans var hún 21 klukkutími í júní, rétt eins og fyrir COVID.

Jón segir rót vandans á bráðamóttökunni enn vera fráflæði sjúklinga á aðrar deildir. Tvær meginleiðir séu til að bæta úr stöðunni. Í fyrsta lagi að fjölga fullnægjandi úrræðum fyrir einstaklinga með færniskerðingu utan Landspítala. Og í öðru lagi að ákvarða hámarkstíma sem einstaklingar megi vera á bráðamóttökunni. Lausn sem leiði til aukins álags á öðrum deildum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka