Guðni Einarsson
„Ég er bjartsýnn á komandi kjaraviðræður,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðssérfræðingur og dósent við Háskóla Íslands.
Hann telur líklegt að lífskjarasamningurinn verði uppfærður og lagaður í ljósi reynslunnar, eins konar lífskjarasamningur 2.0. „Við höfum séð að það verða gjarnan átök fyrst og svo ná menn samningi. Menn mættu hefja samningaviðræðurnar fyrr í ferlinu en hingað til að mínu mati. Reglan ætti að vera sú að kjarasamningur taki við af kjarasamningi.“
Hann segir að sérstaklega ungt fólk og þeir lægst launuðu sem skulda mikið finni mikið fyrir hækkunum sem nú dynja yfir. Því sé líklegt að verkalýðshreyfingin setji á oddinn að verja kaupmáttinn og hækka lægstu laun.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.