Hægir ekki á sjálftahrinu við Grímsey

Myndin sýnir sjálftavirkni norðan við Grímsey í dag.
Myndin sýnir sjálftavirkni norðan við Grímsey í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Enn er töluverð skjálftavirkni norðaustan við Grímsey. Sagt var frá því í morgun að skjálfti að stærð 4,9 hefði mælst um 12 kílómetra austnorðaustur af Grímsey kl. 04.01 í nótt.

Fjöldi eft­ir­skjálfta hef­ur fylgt í kjöl­farið en hrin­ur á þessu svæði eru al­geng­ar og byrjaði hrin­an í nótt um tvöleytið.

„Þetta er búið að vera nokkuð stöðugt. Það var mestmegnis milli fjögur og fimm en þetta kom af krafti þegar stærsti skjálftinn skall á,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

Það er í rauninni ekkert að hægja á sér núna. Það var einn skjálfti yfir þremur á stærð áðan kl. 12.40. Það er algengt að fá svona hrinur á þessu svæði, en það eru flekaskil þarna yfir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert