„Þetta kom mér stórlega á óvart og var í raun tvöföld ánægja. Annars vegar að hljóta verðlaunin og hins vegar að fá tækifæri til þess að koma aftur til Íslands. Þetta er þriðja heimsókn mín hingað, á þennan dásamlega stað með þessa dásamlegu menningu,“ segir úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov. Hann tók í gær á móti Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness í hátíðarsal Háskóla Íslands.
„Þetta gefur mér tækifæri til þess að velta því fyrir mér hvernig Íslandi tókst að breiða út menningu sína og þróa ríkisstefnu þar sem stutt er við listir og menningu. Ég vildi að Úkraína væri þannig.“
Kúrkov, sem er einn þekktasti rithöfundur Úkraínumanna, hefur verið áberandi talsmaður heimalandsins í fjölmiðlum víðsvegar um Evrópu frá því að innrás Rússa hófst.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.