Aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar viðvaranir að sumarlagi eftir að nýtt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands var tekið í notkun og í ár eða 50 talsins.
Haustið hefur hins vegar farið vel af stað með dálitlum sumarauka en tími haustlægða fer fljótlega að renna upp.
Einungis fimm veðurviðvaranir voru gefnar út í júní og voru þær allar vegna vinds, að sögn Veðurstofunnar.
Í júlí voru aftur á móti 27 útgefnar viðvaranir, 19 vegna vinds en átta vegna rignirnar eða snjókomu. Viðvaranirnar í ágúst vöru heldur færri eða 18 talsins og þá 10 vegna rigningar.