Nýgreind smit um 50 á dag

Fjöldi nýgreindra smita er um 50 á daga og því …
Fjöldi nýgreindra smita er um 50 á daga og því faraldurinn ennþá í gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi ný­greindra kór­ónu­veiru­smita er um 50 á dag, sem er meira en greind­ist í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. Þetta seg­ir Guðrún Asp­e­lund sótt­varn­ar­lækn­ir í sam­tali við mbl.is 

„Færri eru að grein­ast með al­var­leg veik­indi sem má að öll­um lík­ind­um rekja til bólu­setn­ing­ar gegn Covid-19 en ennþá eru marg­ir sem grein­ast dag­lega. Nú er kom­inn tölu­verður tími frá því að fólk í áhættu­hóp­um fékk þriðju spraut­una og því telj­um við mik­il­vægt að það fari í bólu­setn­ingu.“  

Von er á nýrri út­gáf­um bólu­efn­is í haust þar sem efnið mynd­ar svar við BA.4 og BA.5-af­brigðum Ómíkron. Von­ir eru bundn­ar við að skipu­lögð bólu­setn­ing áhættu­hópa muni draga úr veik­ind­um hjá þeim hópi, bæt­ir Guðrún við.

Guðrún Aspelund.
Guðrún Asp­e­lund. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Áhrif auka­verk­ana svipuð

Áhrif af auka­verk­un­um nýrra út­gáfa bólu­efna gegn Covid-19 frá Pfizer/​​Bi­oNTech og Moderna eru tal­in vera svipuð og af fyrri út­gáf­um, seg­ir hún. „Þetta er alltaf sama ból­efnið og ættu auka­verk­an­ir því ekki að breyt­ast og þá sér­stak­lega þessi staðbundnu ein­kenni en einnig höfuðverk­ur, slapp­leiki og annað slíkt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka