Nýgreind smit um 50 á dag

Fjöldi nýgreindra smita er um 50 á daga og því …
Fjöldi nýgreindra smita er um 50 á daga og því faraldurinn ennþá í gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi nýgreindra kórónuveirusmita er um 50 á dag, sem er meira en greindist í fyrstu bylgju faraldursins. Þetta segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir í samtali við mbl.is 

„Færri eru að greinast með alvarleg veikindi sem má að öllum líkindum rekja til bólusetningar gegn Covid-19 en ennþá eru margir sem greinast daglega. Nú er kominn töluverður tími frá því að fólk í áhættuhópum fékk þriðju sprautuna og því teljum við mikilvægt að það fari í bólusetningu.“  

Von er á nýrri útgáfum bóluefnis í haust þar sem efnið myndar svar við BA.4 og BA.5-afbrigðum Ómíkron. Vonir eru bundnar við að skipulögð bólusetning áhættuhópa muni draga úr veikindum hjá þeim hópi, bætir Guðrún við.

Guðrún Aspelund.
Guðrún Aspelund. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áhrif aukaverkana svipuð

Áhrif af aukaverkunum nýrra útgáfa bóluefna gegn Covid-19 frá Pfizer/​Bi­oNTech og Moderna eru talin vera svipuð og af fyrri útgáfum, segir hún. „Þetta er alltaf sama bólefnið og ættu aukaverkanir því ekki að breytast og þá sérstaklega þessi staðbundnu einkenni en einnig höfuðverkur, slappleiki og annað slíkt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert