Í dag er spáð suðlægri átt 3-10 m/s og verður hiti á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast verður á Norðurlandinu.
Þó verður væntanlega sólríkast á Austurlandi en það segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands að það sé vegna þess að þar er búist við að það létti þegar líður á daginn í sunnan golunni.
Léttskýjað verður því á Austurlandi, spáð er rigningu vestast á landinu en annars staðar má búast við stöku skúrum.
Í kvöld og nótt bætir síðan heldur í vind og úrkomu. Á morgun er spáð suðaustan og austan 5-13 m/s með rigningu nokkuð víða og hita 10 til 15 stig.
Á norðaustanverðu landinu verður hins vegar þurrt og bjart og búast má við 20 stiga hita.