Vera Örnudóttir kynnir sig

Arna mjólkurvinnsla í Bolungarvík er að hefja framleiðslu á jógúrt sem eingöngu er búin til úr höfrum. Stefnt er að því að hafrajógúrtin komi á markað í lok mánaðarins og verður hún kynnt undir vörumerkinu Vera Örnudóttir. 

Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir að fyrirtækið hafi lagt mikið í þróun á hafravörum og unnið að því verkefni í eitt og hálft ár í samvinnu við alþjóðlega pökkunarfyrirtækið Tetra Pak. Með því hafi verið búin til ný tækni í framleiðslu á þessum vörum í heiminum. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert