Borgin fjölgar rafbílastæðum

Rafbílar í hleðslu í Reykjavík.
Rafbílar í hleðslu í Reykjavík. mbl.is/Hari

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að 260 stæði á 54 stöðum víðs vegar um borgina verði merkt sem bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð bifreiðum í rafhleðslu. Tillagan hefur verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í greinargerð samgöngustjóra með tillögunni segir að á síðustu árum hafi verið lagður mikill metnaður í uppsetningu rafhleðslustöðva við bílastæði í Reykjavík. Þó nokkuð hafi borið á því að ökutækjum með brunahreyfli eða rafbílum sem ekki þurfi rafhleðslu sé lagt í umrædd stæði sem hefti aðgang ökutækja sem þurfa rafhleðslu að stæðunum.

Tillagan nær til samtals 260 stæða. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert