„Þetta er djörf ákvörðun hjá dómsmálaráðherra. Sveitarstjórnarfólk um allt land hefur kallað eftir því að stjórnvöld fari með verkefni og störf út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta hlýtur einnig að vera ákveðin viðurkenning á styrk og þekkingu sýslumannsembættisins hér,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, um þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að sýslumaður Íslands verði með aðsetur á Húsavík.
Hjálmar segist ánægður með að öll vötn renni nú til Húsavíkur. Þar sé mikil uppbygging í atvinnulífinu og fólk vilji búa á staðnum en það vanti húsnæði. Vonast hann til að það standi til bóta því verið sé að skipuleggja ný íbúðahverfi.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.