Engin tilboð bárust í byggingu nýs 22 rýma heimilis við dvalar- og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði, en verkið var boðið út af Ríkiskaupum í sumar.
Til stendur að stækka hjúkrunarheimilið með nýrri byggingu til þess að bæta aðstöðu heimilisfólks og að útrýma tvíbýlum í framhaldinu.
Sunnlenska greinir frá, en niðurstöður útboðsins lágu fyrir á mánudaginn. Gert var ráð fyrir að nýja heimilið yrði tekið í notkun á næsta ári.
Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, segir þetta verulegt bakslag og að líklega verði eins árs töf á verkinu. Vonar hann að spennan á byggingarmarkaði minnki.