Félagsbústaðir eiga 3.030 íbúðir

Þjónustuíbúðir við Þórðarsveig.
Þjónustuíbúðir við Þórðarsveig. mbl.is/Árni Sæberg

Félagsbústaðir í Reykjavík eiga 3.030 leiguíbúðir sem metnar eru á 148 milljarða króna samkvæmt fasteignamati. Er eign Félagsbústaða rúmlega 5% allra íbúða í Reykjavík.

Fram kemur á heimasíðu félagsins að í öllum hverfum borgarinnar séu félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun.

Almennar leiguíbúðir eru 2.204, þjónustuíbúðir fyrir aldraða eru 382 og íbúðir ætlaðar fötluðu fólki 444. Í fyrra var 299 íbúðum úthlutað.

Rekstrartekjur jukust um 10%

Í greinargerð Félagsbústaða, kemur fram að rekstrartekjur fyrirtækisins á fyrstu sex mánuðum 2022 námu 2.758 m.kr. og jukust um 10,1% milli ára. Hækkunina má rekja til fjölgunar eigna milli ára og verðlagsbreytinga. Rekstrargjöld voru 1.550 m.kr. eða 21 m.kr. (1,4%) yfir áætlun.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert