Dyraverðir í miðbæ Reykjavíkur óskuðu eftir aðstoð lögreglu fyrir miðnætti í gær vegna manns sem gekk berserksgang eins og það er orðað í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan kom á staðinn og handtók manninn. Er honum leyft að sofa úr sér í fangaklefa þar til hann verður í ástandi til að gefa skýrslu. Var hann því í annarlegu ástandi og handtekinn fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Var hann ekki viðræðuhæfur óðamála, hótaði lögreglumönnum og var með ógnandi tilburði.
Hafði hann „gengið berserksgang fyrir utan veitingastað. Hlaupið upp á borð, sparkað í muni og var með ógnandi tilburði við vegfarendur.“