Hópur krakka á aldrinum 10 til 15 ára höfðu safnast saman fyrir utan hús í Seljahverfi og tekið til við að grýta það með grjóti.
Krakkarnir náðust ekki við verknaðinn. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að fyrir liggi vísbendingar um það hverjir stóðu að verki.
Verður málið skoðað nánar.