Rúmlega 700 veikir bangsar fengu þjónustu

Margir veikir bangsar mættu ásamt eigendum sínum.
Margir veikir bangsar mættu ásamt eigendum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Rúmlega 700 börn og veik­ir eða slasaðir bangs­ar leituðu sér lækn­isþjón­ustu á þrem­ur heilsu­gæslu­stöðvum á höfuðborg­ar­svæðinu í dag. Um er að ræða hinn árlega bangsaspítala sem Lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir.

Markmið bangsa­spítal­ans er annars vegar að fyr­ir­byggja hræðslu barna við lækna og hins veg­ar að gefa lækna­nem­um á yngri árum tæki­færi til að æfa sam­skipti við börn og aðstand­end­ur. 

Solla stirða og íþróttaálfurinn mættu á svæðið.
Solla stirða og íþróttaálfurinn mættu á svæðið. Ljósmynd/Aðsend

Bangsa­spítal­inn var op­inn frá 10 til 16 á heilsu­gæsl­unum í Efsta­leiti, Höfða og Sólvangi í dag.

Að sögn Melkorku Sverrisdóttur, læknanema og eins skipuleggjenda spítalans, gekk dagurinn vel og var mikil stemning á stöðunum þrem.

Auka metnaðarfullra læknanema voru Íþrótta­álf­ur­inn og Solla stirða á staðnum og heilsuðu upp á börnin og bangsana.

Um 50 læknanemar komu að spítalnum í dag.
Um 50 læknanemar komu að spítalnum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Í næstu viku, þann 17. september, mun bangsaspítalinn mæta norður á Akureyri í fyrsta skipti. Alls munu níu fyrsta árs læknanemar mæta norður.

Rúmlega 700 börn mættu með bangsana sína í dag.
Rúmlega 700 börn mættu með bangsana sína í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert