„Situr rosalega í mér“

Alice Viktoria Kent er í viðtali í Sunnudagsblaðinu.
Alice Viktoria Kent er í viðtali í Sunnudagsblaðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Hin 19 ára gamla Alice Viktoria Kent hefur gengið í gegnum miklar raunir þrátt fyrir ungan aldur.

Hún glímdi við alvarleg veikindi frá 17 ára aldri en lenti í hálfgerðu einskismannslandi í íslenska heilbrigðiskerfinu sökum þess hversu flókin orsökin var.

Orðatiltækið þegar neyðin er stærst er hjálpin næst á ekki sérlega vel við í hennar tilfelli því hjálpina var að finna í Þýskalandi.

Alice Viktoria gekk í gegnum mikil og flókin veikindi.
Alice Viktoria gekk í gegnum mikil og flókin veikindi.

„Það situr rosalega í mér hvernig komið var fram við mig. Ég held að ég muni aldrei jafna mig alfarið á því. Þetta er svo mikið aukaálag og óþarfa þjáningar. Þetta á ekki að vera svona. Það er alveg nóg að vera veikur og framkoman á ekki að vera mesta vandamálið,“ segir Alice sem er á batavegi eftir tvær aðgerðir vegna CS ( Compression Syndrome) í Þýskalandi en á Landspítalanum upplifði hún skilningsleysi. 

Alice veiktist þegar hún var 17 ára og fann þá fyrir verkjum í kviði en hafði fundið fyrir verkjum í fótum í þrjú ár en tengdi það við fimleikaæfingar. Verkirnir áttu síðar eftir að versna mikið. Verkirnir í kviðnum versnuðu raunar mjög hratt en meltingarsérfræðingar fundu ekki orsökina eftir sínum hefðbundnu leiðum enda er CS æðavandamál en einkennin koma fram í meltingakerfinu.

Rætt er við Alice Viktoriu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins þar sem hún lýsir upplifun sinni. Einnig er rætt við foreldra hennar Dagnýju og Alastair. Þá er rætt við Dr. Thomas Scholbach lækni og prófessor við háskólann í Dresden sem greindi Alice með CS (Compression Syndrome).

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert