Skjálftahrinan heldur áfram

Grímsey.
Grímsey. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Jarðskjálftar halda áfram nærri Grímsey en nokkuð öflugur skjálfti varð í nótt. 

Á fjórða þúsund skjálftar hafa mælst frá því hrina hófst austur af Grímsey á fimmtudaginn. Upp úr klukkan 5 í nótt varð skjálfti upp á 4,4 að stærð og var hann 86 kílómetra norður af Kolbeinsey samkvæmt Veðurstofunni. 

Stærsti skjálftinn til þessa í hrinunni varð aðfaranótt fimmtudagsins og mældist 4,9 að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert