Þjónustan lögð af um áramót

Sjúkratryggingar Íslands hafa einhliða sagt upp samningi við Reykjalund, um starfsendurhæfingu sem þar er sinnt.

Gefin er sú skýring að starfsemi þessi sé ekki heilbrigðisþjónusta heldur fremur félagslegt úrræði og því sé annarra en SÍ að greiða fyrir hana.

Þjónusta þessi, sem allt að 50 manns hafa nýtt sér á hverju ári, verður því lögð af um áramótin. Áherslan nú er því sú að útskrifa á næstu vikum sjúklinga, sem nú njóta þessarar þjónustu, enda er sumt af því starfsfólki sem henni sinnir nú á förum til annarra verka.

„Þetta er sérstakt, því við trúðum því fyrst að uppsögn samningsins byggðist á misskilningi sem auðvelt væri að leysa. Raunin hefur verið önnur,“ segir Sveindís Anna Jóhannsdóttir, forstöðufélagsráðgjafi á Reykjalundi, í samtali við Morgunblaðið.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert