Veiddi lax á Íslandi á árum áður

Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og Karl Bretaprins á tröppum Stjórnarráðsins.
Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og Karl Bretaprins á tröppum Stjórnarráðsins. Morgunblaðið/Brynjólfur Helgason.

Karl kon­ung­ur III. kom oft til Íslands á yngri árum til laxveiða. Hann kom fyrst sum­arið 1975 og veiddi í Hofsá í Vopnafirði í boði Skota, Booths að nafni, sem þá var með ána á leigu.

Karl, sem þá var titlaður prins af Wales, kom síðan á hverju sumri allt til árs­ins 1980, að því er seg­ir í bók þeirra Ein­ars Fals Ing­ólfs­son­ar og Guðmund­ar Guðjóns­son­ar um Hofsá og Sunnu­dalsá.

Reykja­vík­ur­heim­sókn 1975

Karl veiddi 28 laxa í fyrstu veiðiferð sinni í Hofsá 1975. Að henni lok­inni hélt hann til Reykja­vík­ur með flugi frá Vopnafirði. 

Karl gekk m.a. á fund Geirs Hall­gríms­son­ar þáver­andi for­sæt­is­ráðherra og áttu þeir um hálfr­ar stund­ar lang­an fund. Síðan var ekið með prins­inn um borg­ina og skoðaði hann m.a. Þjóðminja­safnið und­ir leiðsögn Þórs Magnús­son­ar þjóðminja­varðar og Árbæj­arsafn und­ir leiðsögn Nönnu Her­manns­son minja­varðar og tveggja stúlkna í ís­lensk­um bún­ing­um, þeirra Hrafn­hild­ar Schram og Ingu Dóru Björns­dótt­ur. 

Grein­ina í heild sinni er að finna í Morg­un­blaðinu í dag en þar eru Íslands­heim­sókn­ir Karls rakt­ar og birt­ar mynd­ir úr safni Morg­un­blaðsins. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka