Náttúrulaugin Guðlaug við Langasand hefur vakið talsverða athygli bæði innanlands sem utan.
Um mánaðamótin stóð til að stytta opnunartímann og hefði þá vetraropnunartímar tekið við. Sú ákvörðun fór hins vegar illa í viðskiptavinina og uppskáru sveitastjórnarmenn á Akranesi nokkra gagnrýni fyrir.
Staðarmiðillinn Skagafréttir segir frá því að horfið hafi verið frá fyrri ákvörðun eftir að Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi að framlengja sumaropnunartíma í Guðlaugu út september. Sé það gert til að mæta mikilli eftirspurn.
Sá möguleiki er fyrir hendi að í lok mánaðarins verði sumaropnunartíminn fremlengdur enn frekar en Skagamenn munu fara yfir þá á þegar þeir koma að henni.