Eldur kviknaði í herbergi á Grund

Reykræstingu er lokið.
Reykræstingu er lokið. Morgunblaðið/Eggert

Eldur braust út í herbergi á fjórðu hæð á hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag.

Slökkviliðinu tókst hratt að ná tökum á eldinum og reykræstingu er nú lokið. Eldsupptökin liggja ekki fyrir en tjón varð aðeins í því herbergi, þar sem eldurinn kviknaði. Reykræsta þurfti þó víðar á hæðinni.

Að sögn Stefáns Kristinssonar, varðstjóra hjá Slökkviliðinu, slasaðist enginn en dvalargestir rýmdu húsið að megninu til og biðu fyrir utan meðan á slökkvistörfum stóð. 

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út, en þegar ljóst var að umfangið var ekki meira en raun bar vitni, var liðsauki afturkallaður. 

Fréttin hefur verið uppfærð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert