Forsetahjónin fagna Danadrottingu

Forsetahjónin á leið í Konunglega danska leikhúsinu í Kaupmannahöfn í …
Forsetahjónin á leið í Konunglega danska leikhúsinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Ljósmynd/Keld Navntoft/Kongehuset

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid taka nú þátt í hátíðahöldum í tilefni af 50 ára krýningarafmæli Margrétar II. Danadrottningar. 

Hátíðardagskráin hófst með sýningu í Konunglega danska leikhúsinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Í morgun var haldið til messu í Frúarkirkju en að henni lokinni snæddu þjóðhöfðingjar Norðurlandanna hádegisverð ásamt konungsfjölskyldunni um borð í hinni konunglegu snekkju Dannebrog.

Hátíðardagskránni lýkur svo með kvöldverði í Friðriksborgarhöll í kvöld.

Forseti Íslands ásamt Haraldi Noregskonungi, Margréti II. Danadrottningu, Karli Gústaf …
Forseti Íslands ásamt Haraldi Noregskonungi, Margréti II. Danadrottningu, Karli Gústaf Svíakonungi og Sauli Niinistö forseta Finnlands um borð í hinni konunglegu skútu Dannebrog. Ljósmynd/Keld Navntoft/Kongehuset

Margrét var krýnd drottning þann 14. janúar 1972 eftir andlát föður hennar, Friðriks XI. Danakonungs. Af sóttvarnarástæðum var hátíðahöldum í janúar frestað til haustsins og vegna andláts Elísabetar II. Bretadrottningar þann 8. september tilkynnti danska konungshöllin að viðburðurinn yrði með lágstemmdari hætti en til stóð.

Margrét II. Danadrotting á leið í Konunglega danska leikhúsinu í …
Margrét II. Danadrotting á leið í Konunglega danska leikhúsinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Ljósmynd/Keld Navntoft/Kongehuset
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert