Get nánast hlaupið við fót

Jaroslav Michálek og Eggert Jóhannsson.
Jaroslav Michálek og Eggert Jóhannsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er ekki 100% góður, ég finn enn þá fyrir þessum skemmdum í liðþófunum, en þessir sáru verkir eru farnir og suma daga finn ég ekki fyrir neinu og get nánast hlaupið við fót. Það má vel vera að sumir fái fulla bót með hnéskiptum en ég er enn þá með mín eigin hné og út frá minni reynslu mæli ég eindregið með svona meðferðum – og því fyrr því betra.“

Þetta segir Eggert Jóhannsson feldskeri sem fyrr á þessu ári gekkst undir stofnfrumumeðferð á báðum hnjám á klíník í Tékklandi. 

Læknirinn sem Eggert leitaði til, Jaroslav Michálek, er staddur hér á landi þessa dagana. Hann hefur nú meðhöndlað um 3.500 sjúklinga vegna liðverkja á tíu árum og segir árangurinn mjög góðan, sérstaklega hjá fólki sem farið var að þróa með sér liðagigt.

„Í mörgum tilfellum var þetta fólk sem liðið hafði þjáningar vikum, mánuðum og jafnvel árum saman en hentaði ekki í liðskiptaaðgerðir vegna þess að það var ekki nægilega langt gengið með sjúkdóminn.“ 

Rætt er við Jaroslav og Eggert í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert