„Greiðslur“ eiga að koma í stað „bóta“

Tryggingastofnun.
Tryggingastofnun. mbl/Arnþór Birkisson

Orðið „greiðslur“ á að koma að miklu leyti í stað orðsins „bætur“ og orðið „greiðsluþegi“ í stað orðsins „bótaþegi“ í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð.

Frumvarpsdrögin liggja nú frammi til umsagnar í samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til 23. september nk.

Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpsdrögunum varða aðallega réttindaávinnslu og ákvörðun réttinda umsækjenda um örorku- og endurhæfingarlífeyri.

Þá er lagt til að ráðherra skipi framvegis forstjóra Tryggingastofnunar án aðkomu stjórnar stofnunarinnar. Ráðherrann á hins vegar að skipa þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embættið og skal hún skila skriflegri umsögn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert