Harmar ákvörðun Sjúkratrygginga

Alice Viktoria Kent
Alice Viktoria Kent mbl.is/Árni Sæberg

Þýski læknirinn og prófessorinn Thomas Scholbach segist harma þá ákvörðun Sjúkratryggingastofnunnar Íslands að hafna því að taka þátt í kostnaði við síðari ferð Alice Viktoriu Kent og foreldra hennar til Þýskalands.

Hún gekkst þá undir síðari aðgerðina hjá Dr. Wilhelm Sandmann vegna æðavandamála. Áður hafði Dr. Scholbach greint vandann sem kallast CS (Compression Syndrome) eða AVCS (Abdominal Vascular Compression Syndrome).  Þar eru fimm heilkenni sem tengjast og mætti kalla æðaþrengingar eða æðaklemmur. 

Alice Viktoria Kent og Dr. Thomas Scholbach.
Alice Viktoria Kent og Dr. Thomas Scholbach.

Sunnudagsblaðið bar þetta undir Scholbach sem býður fram aðstoð sína ef íslenskir kollegar hafa áhuga. „Við Sandmann prófessor búum báðir að rúmlega þrjátíu ára reynslu í sambandi við þessi heilkenni og höfum gert margar rannsóknir í þeim tilgangi að bæta greiningar og meðferðir. Við erum því ánægðir að geta hjálpað sjúklingum frá öllum heimshornum. Við erum áfram reiðubúnir að hjálpa sjúklingum frá Íslandi. Hefur það gengið vel hingað til og okkur skilst að fleiri ætli að setja sig í samband við okkur,“ segir Scholbach meðal annars í samtali við Morgunblaðið  en hann er með stofu í Leipzig og er prófessor við Tækniháskólann í Dresden. 

Alice Viktoria er ásamt foreldrum sínum í ítarlegu viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins þar sem farið er yfir erfið veikindi hennar en hún er á batavegi eftir meðferðina í Þýskalandi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert