Laufey Rún Ketilsdóttir, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt upp störfum en þetta skrifar hún á Facebook í dag.
Hún segist spennt fyrir næstu skrefum sem tíminn verði að leiða í ljós hver verða.
Laufey birti þá mynd af sér og dótturinni Ósk Bergþórsdóttur sem varð fjögurra mánaða gömul í dag.