Mikil skuldsetning fylgdi veikindunum

Alice Viktoria Kent
Alice Viktoria Kent mbl.is/Árni Sæberg

Alice Viktoria Kent og fjölskylda hennar sitja uppi með mikinn kostnað vegna veikinda hennar en Alice er í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 


Alice fór í tvær aðgerðir í Þýskalandi hjá þýska lækninum og prófessornum Wilhelm Sandmann þegar ekki fannst lækning hér heima. Fjölskyldan hefur þurft að fljúga nokkrum sinnum til Þýskalands sl tvö ár og hafa þurft að dvelja þar í viku til 5 vikur í senn.

Foreldrarnir hafa því misst mikið úr vinnu vegna veikinda Alice og álagið á fjölskylduna hefur verið mikið.

Sjúkratryggingar samþykktu umsóknina þeirra fyrir fyrstu aðgerðinni í Þýskalandi vorið 2021. Í júni á þessu ári var umsókn þeirra um greiðsluþátttöku í seinni aðgerðinni 30. maí synjað þar sem aðgerðin hefði þegar farið fram áður en Sjúkratryggingar svöruðu erindinu. 
Alice og Dr. Wilhelm Sandmann sem gerði tvær aðgerðir á …
Alice og Dr. Wilhelm Sandmann sem gerði tvær aðgerðir á Alice vegna flókinna æðavandamála CS (Compression Syndrome) í Düsseldorf. Alice er á góðum batavegi þremur mánuðum eftir síðari aðgerðnia.

Fólk sem þekkir sjúkrasögu Alice Viktoriu vill gjarnan aðstoða og reyna að koma í veg fyrir að hún fari út í lífið með margra milljóna skuld vegna veikinda. Þeim sem hafa áhuga á að styrkja Alice er bent á reikninginn: 
</p>

Kt: 301002 2380

Banki: 0528-26-301003 

Eða söfnunarsíðuna hennar á GoFundMe.com. 


Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert