Ráðist á dyraverði í miðbænum

Tveir ein­stak­ling­ar voru hand­tekn­ir í miðbæ Reykja­vík­ur í nótt grunaðir um lík­ams­árás gegn dyra­vörðum á skemmti­stað. 

Dyra­vörður á skemmti­staðnum hafði óskað eft­ir aðstoð lög­reglu vegna þessa eft­ir því sem fram kem­ur í dag­bók lög­regl­unn­ar. Hinir hand­teknu voru flutt­ir á lög­reglu­stöð þar sem vakt­haf­andi varðstjóri ræddi við þá. Að viðræðum lokn­um var ein­stak­ling­un­um sleppt úr haldi.

Alls sinnti lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu 89 mál­um frá því seinni part­inn í gær og þar til klukk­an fimm í morg­un. 

Átta ölv­unar­akstr­ar komu inn á borð lög­reglu, mikið um hávaðatil­kynn­ing­ar og var tals­verð ölv­un meðal fólks í miðbæn­um. Tvær til­kynn­ing­ar bár­ust lög­reglu vegna mögu­legr­ar byrlun­ar,“ seg­ir í dag­bók­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert