Tveir einstaklingar voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur í nótt grunaðir um líkamsárás gegn dyravörðum á skemmtistað.
Dyravörður á skemmtistaðnum hafði óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þessa eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. Hinir handteknu voru fluttir á lögreglustöð þar sem vakthafandi varðstjóri ræddi við þá. Að viðræðum loknum var einstaklingunum sleppt úr haldi.
Alls sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 89 málum frá því seinni partinn í gær og þar til klukkan fimm í morgun.