Mikið hefur verið að gera í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu um helgina.
Samkvæmt slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa sjúkraflutningarnir verið 243 talsins síðustu tvo sólarhringa. Síðasti sólarhringur var heldur rólegri en sá fyrri en þó 108 sjúkraflutningar.
Þá voru 44 forgangsflutningar en 43 forgangsflutningar sólarhringinn á undan.
Dælubílar slökkviliðsins hafa farið í þrettán útköll sem öll flokkast sem minniháttar.