Spáð er suðvestan 5-13 metrum á sekúndu með morgninum og víða bjartviðri, en skýjað og þurrt verður að kalla sunnan- og vestanlands.
Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á morgun verður norðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil væta um landið norðanvert, en þurrt og bjart með köflum sunnanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 12 stig, mildast syðst.