Árásin á skólann vel ígrunduð og alvarleg

Ljósmynd/Colourbox

Forsvarsmenn Tækniskólans segja að við fyrstu athugun megi fullyrða að netárásin sem var gerð á skólann í liðinni viku hafi verið vel ígrunduð og alvarleg. 

Þetta kemur fram á vef skólans, en eftirfarandi upplýsingum var komið á framfæri eftir stöðufund með tölvu­deild Tækni­skólans.

Þá er tekið fram, að tölvu­deild skólans, í sam­starfi við netör­ygg­is­sérfræðinga, hafi unnið dag og nótt við að tak­marka skaðann.

„Netör­ygg­is­varnir Tækni­skólans eru góðar en allur er varinn góður og má búast við nokkrum dögum þar til net­kerfi skólans verður komið í samt lag,“ segir í tilkynningunni. 

  • Margar starfsstöðvar eru nú þegar með net og þær eru merktar með Post It miðum með orðunum „má nota“ sem þýðir að tölvan sé örugg og tengd WiFi
  • Gert er ráð fyrir að nettenging – WiFi – verði komin á í öllum byggingum skólans á næstu dögum (síðasta lagi á föstudag)
  • Nettenging fyrir tölvur í kennslustofum – s.s. tölvustofum – verða líklega tengdar á fimmtudag
  • Unnið er að bráðabirgða lausn í prentmálum sem kemur vonandi til framkvæmda á næstu dögum
  • Ekki er talið líklegt að aðgangur að drifum skólans verði aðgengilegur fyrr en í næstu viku, segir á vef skólans. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka