Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir í dag nýtt fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023. Hægt verður að fylgjast með útsendingu af kynningunni hér að neðan, en útsending hefst klukkan 9.
Bjarni hefur áður sagt við mbl.is í tengslum við talsverða verðbólgu sem nú mælist að aðhald hafi verið aukið í opinberum fjármálum og dregið hafi verið úr útgjaldaáformum í undirbúning fjárlaganna.
Þá hefur hann auk þess sagt að tekið verði mið af því að kjaraviðræður séu framundan í haust í fjárlagafrumvarpinu. „Við höfum lagt fyrir ramma að frumvarpinu þar sem við afgreiddum fjármálaáætlun í vor, en þá erum við að horfa til þess sem Hagstofan gerir ráð fyrir varðandi þróun kjaramála í landinu á næsta ári,“ sagði Bjani í síðasta mánuði.