„Sálræn skyndihjálp og mannleg hlýja fyrirfannst ekki þarna. Ég var bara eitthvert mál sem þurfti að afgreiða og vinnureglurnar sendu mig burt,“ segir Líney Sigurðardóttir en hún lenti í áfalli um helgina þegar hún fótbrotnaði á leiðinni úr réttum nálægt Þórshöfn þar sem hún er búsett.
Þaðan var hún flutt með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akureyri en Líney segir starfsfólkið þar hafa brugðist sér. Eftir röntgenmyndatöku þar sem í ljós kom að um beinbrot væri að ræða var Líneyju tjáð að hún fengi ekki pláss á spítalanum þrátt fyrir að vera fárveik og sárkvalin.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.