Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að fólksbíll valt við Kleifarvatn um klukkan hálftólf í gærkvöldi.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru allir í bílbeltum. Einn kvartaði undan verkjum eftir bílveltuna en ákveðið var að flytja alla á slysadeild til skoðunar.
Bíllinn valt í brekku norðvestan við Kleifarvatn þar sem komið er niður að vatninu að norðanverðu.