Gjöld á áfengi og tóbak hækki

Áætlaðar tekjur af áfengisgjaldi eru um 25,5 milljarða króna fyrir …
Áætlaðar tekjur af áfengisgjaldi eru um 25,5 milljarða króna fyrir árið 2023. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem kynnt var í morgun kemur fram að gjöld á áfengi og tóbaki munu hækka og að afsláttur á sömu vörum verði lækkaður í tollfrjálsri verslun.

Í frumvarpinu er lagt til að áfengis- og tóbaksgjald verði hækkað um 7,7%.

Þá er lagt til að áfengisgjald sem lagt er á tollfrjálsan varning mun fara úr 10% í 25% og tóbaksgjald úr 40% í 50%, verði fjárlagafrumvarpið samþykkt.

Breytingin á afslætti á áfengi og tóbaki í tollfrjálsri verslun er áætlað að leiða til um 700 milljóna króna aukins hagnaðar ríkissjóðs.

Áætlaðar tekjur af áfengisgjaldi eru um 25,5 milljarða króna fyrir árið 2023 en áætlaðir voru 23,2 milljarðar árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert