Spara 700.000 kr. í kostnað á mánuði

Íslenskir bændaskógar skila miklum afurðum og vinnslan á þeim er …
Íslenskir bændaskógar skila miklum afurðum og vinnslan á þeim er í vexti. mbl.is/Sigurður Bogi

Notkun brenniofna, þar sem afgangsviður og afskurður er eldiviður, sparar um 700 þús. kr á mánuði í rekstri Skógarafurða ehf. á Víðivöllum-ytri í Fljótsdal.

Tækjakostur hefur nýlega verið bættur svo afköst verða meiri en var. Ofnarnir nýtast við þurrkun viðar. Í fyrra voru hjá fyrirtækinu unnir um 580 rúmmetrar af timbri úr íslenskum skógum, en í ár verður magnið meira en 1.000 rúmmetrar.

Mikið fellur til af timbri úr bændaskógum. Í marga var plantað fyrir um 30 árum og nú er komið að grisjun. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert