Mennta- og barnamálaráðuneytið úthlutaði í dag styrkjum til sveitarfélaga sem ætlaðir eru til að aðstoða við móttöku barna á flótta.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Sveitarfélögunum stóð til boða að sækja um fjárhagslegan stuðning að hámarki 200.000 krónum fyrir hvert barn á flótta.
Mennta- og barnamálaráðuneytið úthlutaði styrkjunum í tveimur lotum en sú fyrri var í maí. Í heildina nam stuðningurinn rúmlega 40 milljónum króna.
„Stuðningurinn var veittur tímabundið til að styðja við fjölbreytt tómstunda- og menntunarúrræði fyrir börnin og undirbúning skólastarfs í haust,“ segir í tilkynningunni.