Nýr skáli Ferðafélags Akureyrar (FFA) í Drekagili við Dyngjufjöll, sem fengið hefur nafnið Víti, var formlega tekinn í notkun sl. laugardag. Skálinn er 136 fermetrar að grunnfleti og á tveimur hæðum.
Á neðri hæðinni eru rúmgóður salur og aðstaða fyrir göngufólk sem um svæðið fer til að þurrka klæði sín og búnað. Á efri hæðinni eru fimm tveggja manna herbergi, ætluð fararstjórum, bílstjórum og sjálfboðaliðum í vinnuferðum.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.