Barnafataverslun kemur í stað Spot

Íþróttabarinn Spot í Kópavogi heyrir brátt sögunni til en staðnum, sem hefur verið starfræktur frá árinu 2009, verður lokað á næstu dögum.

Spot hefur nú auglýst sitt síðasta ball á laugardaginn næstkomandi á Facebook undir yfirskriftinni Kveðjum Spot með stæl – síðasta sveitaballið 17. september!

Í frétt Vísis er haft eftir Daníel Erni Einarssyni, sem sér um rekstur staðarins, að húsnæðið hafi verið selt og barnafataverslun komi í staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert