Einn vann 106 milljónir

Tveir Íslendingar fengu annan vinning í jóker kvöldsins.
Tveir Íslendingar fengu annan vinning í jóker kvöldsins.

Fyrsti vinningur upp á rúmlega 1,3 milljarða gekk ekki út þegar dregið var í EuroJackpot í kvöld.

Einn heppinn miðaeigandi vann annan vinning í lottóinu og fær hann að launum um 106 milljónir. Miðinn var keyptur í Þýskalandi.

Sömuleiðis vann einn heppinn miðaeigandi þriðja vinning sem hljóðar upp á rúmlega 59 milljónir. Miðinn var einnig keyptur í Þýskalandi.

Tveir Íslendingar fengu annan vinning í jóker kvöldsins og fær hver þeirra 100 þúsund krónur að launum. Miðarnir voru keyptir í Lottó appinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert