Fíklarnir fá sólarhring

Búnaður sem fíklar skildu eftir á vinsælu útivistarsvæði.
Búnaður sem fíklar skildu eftir á vinsælu útivistarsvæði. mbl.i/Kristján H. Johannessen

„Ákveðin svæði, þar sem vitað er að fíklar halda sig gjarnan, eru undir eftirliti, eins og til dæmis bílastæðahús. Starfsfólk borgarinnar hreinsar alltaf allt svona upp um leið og það rekst á það eða fær ábendingu. Ef fólk er í tjöldum er talað við það og því gefinn sólarhringur til að koma sér annað. Ef það fer ekki eftir því er kallað á lögreglu.“

Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Í frétt í blaðinu hinn 7. september sl. kom fram að á einu vinsælasta græna svæði Reykjavíkurborgar, Öskjuhlíð, megi finna tjaldbúðir hvar heimilislausir vímuefnaneytendur hafast við. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert