„Fyrirlitleg framkoma“ í garð kvenkyns leiðtoga

Guðmundur Ingi Kristinsson.
Guðmundur Ingi Kristinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, segist ítrekað hafa heyrt fregnir af því að kvenkyns leiðtogar flokksins og sjálfboðaliðar á Akureyri hafi sætt „ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu“ að undanförnu frá ákveðnum trúnaðarmönnum flokksins.

„Talað er um að sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sé það sem kvenleiðtogar Flokks fólksins hafi mátt þola,“ skrifar Guðmundur Ingi á Facebook-síðu sína. Hann segist finna sig knúinn til að bregðast strax við.

Hann ætlar að óska eftir stjórnarfundi þar sem þessar alvarlegu ásakanir verði ræddar.

„Ég, og við í Flokki fólksins, munum aldrei sætta okkur við ofbeldi, einelti, hótanir né kynferðislegt áreiti af nokkru tagi innan okkar raða,“ skrifar þingmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert