Gunnhildur Sif Oddsdóttir, Steinþór Stefánsson
Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í samtali við Morgunblaðið að stóra verkefnið núna hljóti að vera að koma hagkerfinu í sama horf og fyrir heimsfaraldur.
„Á sama tíma og við reynum að koma hagkerfinu af stað í fyrra horf verðum við að haga málum þannig að við lendum ekki í aukinni verðbólgu,“ segir hann, spurður út í viðbrögð við fjárlagafrumvarpinu sem var kynnt í gær.
Hann segir það því gott að verið sé að draga verulega úr fjármálahallanum á milli ára með frumvarpinu. Aftur á móti komi á óvart að stjórnvöld hafi ekki stigið fastar á bremsuna til að halda aftur af verðbólgu.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.