Mikil uppbygging og fjölgun starfa

Verið er að reisa íbúðarbyggingar við Nestún á Sauðárkróki.
Verið er að reisa íbúðarbyggingar við Nestún á Sauðárkróki. mbl.is/Sigurður Bogi

Nýjar íbúðir í byggingu hafa jafnan verið fjörutíu til sextíu í Skagafirði frá því að uppbygging hófst þar að nýju. Undirbúningur að deiliskipulagi nýs hverfis á Sauðárkróki er hafinn og að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra í Skagafirði, má búast við að skipulagið nýja dugi í um fimm ár miðað við takthraða uppbyggingar.

Mest muni um aukin umsvif í atvinnulífinu í Skagafirði en einnig hafi opinberum störfum fjölgað á svæðinu, svo sem á Hólum í Hjaltadal, á sjúkrahúsinu, fjölbrautaskólanum og víðar. Sigfús segir umsvif í kringum höfnina á Sauðárkróki þá fara mjög vaxandi. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka