Nemandi Fjölbrautaskólans við Ármúla dró upp hníf í skólanum á skólatíma í dag en myndband sem náðist af atvikinu hefur komist í dreifingu. RÚV greinir frá.
Magnús Ingvason, skólameistari, staðfestir í samtali við fréttastofu RÚV að atvikið hafi gerst innan veggja skólans. Að sögn hans sést á framangreindu myndbandi hvernig umræddur nemandi skólans dregur fram hníf í kjölfar þess að hópur nemenda kastar skó í nemandann.
Magnús greinir frá því að allir hlutaðeigandi hafi verið kallaðir á fund og að unnið sé að málinu í samræmi við aðgerðaráætlun. Nemandinn sem dró upp hnífinn er ekki lengur í skólanum og ólíklegt sé að hann eigi afturkvæmt í skólann.