Sagðar „of vitlausar eða jafnvel geðveikar“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, ásamt Ingu Sædal, formanni …
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, ásamt Ingu Sædal, formanni flokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efstu kon­ur á lista Flokks fólks­ins á Ak­ur­eyri segj­ast sí­fellt hafa verið lít­ilsvirt­ar og hunsaðar af karl­kyns for­ystu flokks­ins og aðstoðarmönn­um henn­ar.

Í yf­ir­lýs­ingu sem þær sendu út í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar Guðmund­ar Inga Krist­ins­son­ar, vara­for­manns flokks­ins, lýsa þær „öm­ur­legri reynslu“ sinni af þess­um sam­skipt­um.

„Á trúnaðar­fund­um flokks­ins vor­um við sagðar of vit­laus­ar eða jafn­vel geðveik­ar til að vera mark­tæk­ar. Sum­ar okk­ar máttu sæta kyn­ferðis­legu áreiti og virki­lega óviðeig­andi fram­komu til viðbót­ar við að vera sagðar ekki starf­inu vaxn­ar og geðveik­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni sem þær Mál­fríður Þórðardótt­ir, Tinna Guðmunds­dótt­ir og Hann­esína Scheving Vir­gild Chester skrifa und­ir.

Andúð á fundi odd­vita

Fram kem­ur að odd­viti flokks­ins hafi boðað til fund­ar á heim­ili sínu 10. sept­em­ber þar sem kon­urn­ar vonuðust til að hægt væri að „koma á ró og vinnufriði á meðal okk­ar“. Mik­il andúð hafi aft­ur á móti mætt þeim og vara­bæj­ar­full­trúi hefði yf­ir­gefið fund­inn grát­andi eft­ir tíu mín­út­ur.

„Odd­vit­inn dró þá fram bréf sem hann las upp og hótaði að birta. Bréf sem var hlaðið róg­b­urði, rang­færsl­um og hót­un­um um að við misst­um starfs­leyfi okk­ar sem heil­brigðis­starfs­menn ef við lét­um ekki að stjórn.  Alla daga síðan hafa þess­ar hót­an­ir verið viðvar­andi og um­ræddu hót­un­ar­bréfi dreift.“

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir jafn­framt að sam­starfið hafi verið afar taugatrekkj­andi og valdið þeim ómældri van­líðan og kvíða.

„Það er okk­ur sár­ara en tár­um taki að þurfa að stíga fram og ræða op­in­ber­lega um þá erfiðleika og þau inn­an­flokksátök sem við höf­um verið að ganga í gegn­um. Ástæðan að sjálf­sögðu sú að við vilj­um ekki á nein­um tíma­punkti skaða flokk­inn og allt það góða fólk inn­an Flokk fólks­ins sem er með hjartað á rétt­um stað. En nú, þegar vara­formaður­inn okk­ar hef­ur stígið fram og ætl­ar aug­ljós­lega að taka málið föst­um tök­um, finnst okk­ur ekk­ert annað koma til greina en að segja okk­ar sögu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Forystufólk í Flokki fólksins á Akureyri.
For­ystu­fólk í Flokki fólks­ins á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd/​Flokk­ur fólks­ins

Yf­ir­lýs­ing­in í heild sinni:

„Í kjöl­far yf­ir­lýs­inga vara­for­manns Flokks fólks­ins í morg­un höf­um við sem erum þolend­ur alls þessa of­beld­is sem um er rætt, ákveðið að stíga fram og freista þess að út­skýra líðan okk­ar og öm­ur­lega reynslu af sam­skipt­um við þessa ónefndu karla­for­ystu og aðstoðarmanna þeirra frá því snemma í vor.  

Eft­ir síðustu bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar þar sem flokk­ur­inn okk­ar vann stór­sig­ur var mik­ill hug­ur í okk­ur öll­um, já­kvæðni og þakk­læti til allra þeirra sem gáfu okk­ur sitt dýr­mæta at­kvæði og um leið tæki­færi til að koma kær­leiks­rík­um góðum málstað Flokks fólks­ins á fram­færi. Við ætluðum að vinna af krafti við að byggja upp fé­lags­starf flokks­ins okk­ar hér heima. Einnig ætluðum við að hafa sam­ráð varðandi öll bæj­ar­ráðsmál með því að styðja og styrkja hvert annað.  En í ljósi reynsl­unn­ar af sam­skipt­um við karl­kyns for­ystu flokks­ins og aðstoðarmanna hef­ur þessi góði vilji okk­ar frek­ar lit­ast af draum­sýn en veru­leika.

Efstu kon­ur á lista flokks­ins voru sí­fellt lít­ilsvirt­ar og hunsaðar. Á trúnaðar­fund­um flokks­ins vor­um við sagðar of vit­laus­ar eða jafn­vel geðveik­ar til að vera mark­tæk­ar. Sum­ar okk­ar máttu sæta kyn­ferðis­legu áreiti og virki­lega óviðeig­andi fram­komu til viðbót­ar við að vera ekki starf­inu vaxn­ar og geðveik­ar.  Þann 10. sept. sl. boðaði odd­viti flokks­ins til fund­ar á heim­ili sínu þar sem við töld­um að ætti að freista þess að koma á ró og vinnufriði á meðal okk­ar.  Á fund­in­um mætti okk­ur mik­il andúð og kuldi og yf­ir­gaf vara­bæj­ar­full­trúi hann grát­andi eft­ir tíu mín­út­ur.  Odd­vit­inn dró þá fram bréf sem hann las upp og hótaði að birta. Bréf sem var hlaðið róg­b­urði, rang­færsl­um og hót­un­um um að við misst­um starfs­leyfi okk­ar sem heil­brigðis­starfs­menn ef við lét­um ekki að stjórn. Alla daga síðan hafa þess­ar hót­an­ir verið viðvar­andi og um­ræddu hót­un­ar­bréfi dreift.

Eitt er víst að þetta „sam­starf“ hef­ur verið ein­stak­lega taugatrekkj­andi og valdið okk­ur öll­um ómældri van­líðan og kvíða. 

Að lok­um vilj­um við segja þetta:

Það er okk­ur sár­ara en tár­um taki að þurfa að stíga fram og ræða op­in­ber­lega um þá erfiðleika og þau inn­an­flokksátök sem við höf­um verið að ganga í gegn­um. Ástæðan er að sjálf­sögðu sú að við vilj­um ekki á nein­um tíma­punkti skaða flokk­inn og allt það góða fólk inn­an Flokks fólks­ins sem er með hjartað á rétt­um stað. En nú, þegar vara­formaður­inn okk­ar hef­ur stígið fram og ætl­ar aug­ljós­lega að taka málið föst­um tök­um, finnst okk­ur ekk­ert annað koma til greina en að segja okk­ar sögu.

Virðing­ar­fyllst,

Mál­fríður Þórðardótt­ir

Tinna Guðmunds­dótt­ir

Hann­esína Scheving Vir­gild Chester

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert