Fyrsti og áttundi varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, mæðgurnar Þórunn Björg Bjarnadóttir og Jenný Ósk Vignisdóttir, hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir flokkinn.
Þetta kom fram á þingsetningarfundi Alþingis sem fer nú fram.
Eyjólfur Ármannsson oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi staðfesti við Mannlíf í síðustu viku að bæði Þórunn og Jenný Ósk hafi sagt sig frá varaþingmennsku vegna tengsla við meint dýrníð í Borgarfirði.
Íbúi í Borgarnesi steig fram í síðasta mánuði og greindi frá slæmri meðferð hestasem hafa verið vanræktir af eiganda sínum. Málið hefur vakið óhug meðal íbúa á svæðinu og víðar.
Er þetta málið sem mæðgurnar eru sagðar tengjast.