153. löggjafarþing Alþingis verður sett í dag og mun athöfnin að þessu sinni taka mið af því sem var fyrir heimsfaraldurinn. Athöfnin hefst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, en eftir það munu forseti, biskup og alþingismenn ganga til þings, þar sem forseti Íslands setur þingið, en starfsmaður þingsins sést hér koma stóli forsetans fyrir á sínum stað.
Þá var búið að raða upp stólum í hliðarherbergjum þingsalarins, sal efri deildar, ráðherraherbergi og blaðamannaherbergi fyrir gesti, en það eru fyrrverandi forsetar og skrifstofustjórar Alþingis, hæstaréttardómarar, erlendir sendiherrar og ráðuneytisstjórar.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.