Væta norðan- og austanlands

Kort/mbl.is

Spáð er norðlægri átt og 3 til 10 metrum á sekúndu í dag. Dálítil væta verður á Norður- og Austurlandi, en léttir smám saman til sunnan heiða. Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig, hlýjast syðst.

Norðan 3-8 m/s verða á morgun, en norðvestan 8-13 austast fram að hádegi. Lítilsháttar rigning verður norðaustanlands, annars bjart með köflum en stöku skúrir síðdegis á Suðausturlandi. Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig, mildast sunnanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert