71% hlynnt leiguþaki

Um 71% landsmanna eru hlynntir leiguþaki.
Um 71% landsmanna eru hlynntir leiguþaki. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Um 71% landsmanna eru mjög eða fremur hlynntir því að leiguþak verði sett á húsnæði á Íslandi. Leiguþak er hámarksleiguverð á leiguhúsnæði miðað við stærð, gæði og staðsetningu.

Þetta kemur fram í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Samtök leigjenda dagana 2. til 12. september. Svarendur voru 1.249 talsins.

Sósíalistar mest hlynntir leigubremsu

Samtökin telja ljóst að meginþorri almennings vilji verja leigjendur fyrir því „óstjórnlega okri“ sem geisað hefur á leigumarkaði, en aðeins lítill minnihluti vilji það ekki. Vandinn sé sá að sá minnihluti ráði stefnu stjórnvalda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu samtakanna.

Þá eru um 72% mjög eða fremur hlynnt leigubremsu, viðmiði um hve mikið húsaleiga má hækka yfir tiltekið tímabil. Kjósendur Sósíalistaflokksins (76%) og Samfylkingar (59,2%) voru líklegastir til að vera mjög hlynntir slíku en síst kjósendur Sjálfstæðisflokksins (29,1%) og Viðreisnar (37,9%).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert